Undirstaða hvers harmleiks er húmor Guðný Hrönn skrifar 26. júlí 2017 11:15 Tómas, Níels og Gissur eru mennirnir á bak við leikverkið Ég og minn bipolar bróðir. VÍSIR/VILHELM Leikritið Ég og minn bipolar bróðir fer í sýningu á mogun. Verkið er eftir Tómas Gauta Jóhannsson en hann leikur jafnframt annað aðalhlutverkið. Gissur Ari Kristinsson leikur á móti honum. Leikritið fjallar um eineggja tvíburana Jakob og Pétur og þeirra lífsbaráttu, þegar annar þeirra greinist með geðhvarfasýki. Níels Thibaud Girerd, gjarnan kallaður Nilli, leikstýrir og heldur utan um umgjörð verksins. Spurður út í hvernig það kemur til að hann leikstýrir þessu verki segir Níels: „Þetta kemur til þannig að félagar mínir Tómas og Gissur Ari hafa samband við mig og segja mér að þeir séu með hugmynd í kollinum um að setja upp leikrit í sumar. Og þeir báru hana undir mig. Þetta eru mjög skapandi menn og ég tel okkur alla vera það upp að vissu marki. Við erum alltaf opnir fyrir einhverju svona,“ útskýrir Níels sem stökk á tækifærið með vinum sínum „Tómas Gauti hefur verið mikið að skrifa leikrit undanfarin ár, og hann hefur meira að segja náð að selja eitt slíkt. Gissur er tómstunda- og félagsmálafræðingur ásamt því að hafa verið að leikstýra grunnskólastykkjum fyrir Valhúsaskóla. Sjálfur er ég búinn að vera að vinna niðri í Óperu,“ segir Níels spurður út í bakgrunn hópsins. Svolítið djarfirNíels, Tómas og Gissur eru greinilega sultuslakir að eðlisfari en þeir byrjuðu að æfa leikritið fyrir um tveimur vikum og eru að leggja lokahönd á sviðsmyndina. „Við ætlum svo að frumsýna það fyrir þriðju vikuna. Þannig að þetta er svolítið djarft.“ „Nei, nei, ekkert stress,“ svarar Níels aðspurður hvort þeir séu ekkert stressaðir.„Við höfum bara trú á því sem við erum að gera, að það sé rétt og fallegt. Það er það eina sem við þurfum að hafa. Svo kemur fólk bara og hver dæmir fyrir sig, það er ekki á okkar ábyrgð. Markmiðið er bara að búa til heiðarlegt leikhús, ef svo mætti að orði komast, út frá þessari sögu um mann með geðhvarfasýki.“ Spurður út í hvort leikritið sé byggt á einhverri persónulegri reynslu segir Níels: „Nei, það er það ekki. Ég er að taka við fyrsta leikstjórnarverkefninu á sviði í langan tíma og við ætlum ekkert að setja okkur á háan hest varðandi það að reyna að skilja þennan sjúkdóm. Við erum ekkert að kafa niður í einhverja svaka dýpt, þetta er náttúrulega líka viðkvæmt mál.“ „Verkið fjallar um hvernig menn takast á við þennan sjúkdóm. Við erum samt ekkert að segja fólki hvernig á að takast á við hann eða hvort eitthvað sé rétt eða rangt, við erum bara að draga upp mynd af mögulegu ástandi þeirra sem lifa í þessum harmleik.“Níels segir verkið vera fyndið en sorglegt í senn.VÍSIR/VILHELMÞó að verkið fjalli um alvarlegan sjúkdóm og baráttuna við hann þá spilar húmor stórt hlutverki í verkinu að sögn Níelsar. „Já, húmorinn er til staðar, grunnundirstaða hvers harmleiks er húmor. Þegar við lendum í einhverju erfiðu þá oftast reynum við að líta á björtu hliðarnar. Og þetta er bara mjög fyndið verk, ætla ég rétt að vona. Mér finnst það allavega,“ segir Níels.Láta gott af sér leiða Verkið verður sýnt þrisvar sinnum. „Ágóðinn sem safnast á fyrstu tveimur sýningunum rennur í sjóð til að byggja aftur upp leikhúslíf á Seltjarnarnesi. Hér hefur ekkert leikhúslíf í raun og veru verið síðan árið 2005, nema hjá grunnskólunum.“ Þriðja sýningin er svo styrktarsýning fyrir geðfræðslufélagið Hugrúnu. „Það félag hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Í því eru nemendur í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði sem fræða menntskælinga um allt land um geðsjúkdóma, afleiðingar og geðhjálp,“ segir Níels. Hann bætir við: „Miðasala er á tix.is og það kostar 1.500 krónur inn, það er nú gjöf en ekki gjald. Og svo er sýningin til styrktar Hugrúnu haldin í byrjun mánaðar,“ segir hann og hlær. „Þannig að við mælum með að allir komi og sjái.“ Hópurinn ætlar greinilega að láta gott af sér leiða með vinnu sinni. „Í raun var hugmyndin að í staðinn fyrir að fara að splitta einhverjum ágóða, því við búum allir í foreldrahúsum og svona, þá vildum við frekar láta gott af okkur leiða, með þessu meðal annars.“ Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikritið Ég og minn bipolar bróðir fer í sýningu á mogun. Verkið er eftir Tómas Gauta Jóhannsson en hann leikur jafnframt annað aðalhlutverkið. Gissur Ari Kristinsson leikur á móti honum. Leikritið fjallar um eineggja tvíburana Jakob og Pétur og þeirra lífsbaráttu, þegar annar þeirra greinist með geðhvarfasýki. Níels Thibaud Girerd, gjarnan kallaður Nilli, leikstýrir og heldur utan um umgjörð verksins. Spurður út í hvernig það kemur til að hann leikstýrir þessu verki segir Níels: „Þetta kemur til þannig að félagar mínir Tómas og Gissur Ari hafa samband við mig og segja mér að þeir séu með hugmynd í kollinum um að setja upp leikrit í sumar. Og þeir báru hana undir mig. Þetta eru mjög skapandi menn og ég tel okkur alla vera það upp að vissu marki. Við erum alltaf opnir fyrir einhverju svona,“ útskýrir Níels sem stökk á tækifærið með vinum sínum „Tómas Gauti hefur verið mikið að skrifa leikrit undanfarin ár, og hann hefur meira að segja náð að selja eitt slíkt. Gissur er tómstunda- og félagsmálafræðingur ásamt því að hafa verið að leikstýra grunnskólastykkjum fyrir Valhúsaskóla. Sjálfur er ég búinn að vera að vinna niðri í Óperu,“ segir Níels spurður út í bakgrunn hópsins. Svolítið djarfirNíels, Tómas og Gissur eru greinilega sultuslakir að eðlisfari en þeir byrjuðu að æfa leikritið fyrir um tveimur vikum og eru að leggja lokahönd á sviðsmyndina. „Við ætlum svo að frumsýna það fyrir þriðju vikuna. Þannig að þetta er svolítið djarft.“ „Nei, nei, ekkert stress,“ svarar Níels aðspurður hvort þeir séu ekkert stressaðir.„Við höfum bara trú á því sem við erum að gera, að það sé rétt og fallegt. Það er það eina sem við þurfum að hafa. Svo kemur fólk bara og hver dæmir fyrir sig, það er ekki á okkar ábyrgð. Markmiðið er bara að búa til heiðarlegt leikhús, ef svo mætti að orði komast, út frá þessari sögu um mann með geðhvarfasýki.“ Spurður út í hvort leikritið sé byggt á einhverri persónulegri reynslu segir Níels: „Nei, það er það ekki. Ég er að taka við fyrsta leikstjórnarverkefninu á sviði í langan tíma og við ætlum ekkert að setja okkur á háan hest varðandi það að reyna að skilja þennan sjúkdóm. Við erum ekkert að kafa niður í einhverja svaka dýpt, þetta er náttúrulega líka viðkvæmt mál.“ „Verkið fjallar um hvernig menn takast á við þennan sjúkdóm. Við erum samt ekkert að segja fólki hvernig á að takast á við hann eða hvort eitthvað sé rétt eða rangt, við erum bara að draga upp mynd af mögulegu ástandi þeirra sem lifa í þessum harmleik.“Níels segir verkið vera fyndið en sorglegt í senn.VÍSIR/VILHELMÞó að verkið fjalli um alvarlegan sjúkdóm og baráttuna við hann þá spilar húmor stórt hlutverki í verkinu að sögn Níelsar. „Já, húmorinn er til staðar, grunnundirstaða hvers harmleiks er húmor. Þegar við lendum í einhverju erfiðu þá oftast reynum við að líta á björtu hliðarnar. Og þetta er bara mjög fyndið verk, ætla ég rétt að vona. Mér finnst það allavega,“ segir Níels.Láta gott af sér leiða Verkið verður sýnt þrisvar sinnum. „Ágóðinn sem safnast á fyrstu tveimur sýningunum rennur í sjóð til að byggja aftur upp leikhúslíf á Seltjarnarnesi. Hér hefur ekkert leikhúslíf í raun og veru verið síðan árið 2005, nema hjá grunnskólunum.“ Þriðja sýningin er svo styrktarsýning fyrir geðfræðslufélagið Hugrúnu. „Það félag hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Í því eru nemendur í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði sem fræða menntskælinga um allt land um geðsjúkdóma, afleiðingar og geðhjálp,“ segir Níels. Hann bætir við: „Miðasala er á tix.is og það kostar 1.500 krónur inn, það er nú gjöf en ekki gjald. Og svo er sýningin til styrktar Hugrúnu haldin í byrjun mánaðar,“ segir hann og hlær. „Þannig að við mælum með að allir komi og sjái.“ Hópurinn ætlar greinilega að láta gott af sér leiða með vinnu sinni. „Í raun var hugmyndin að í staðinn fyrir að fara að splitta einhverjum ágóða, því við búum allir í foreldrahúsum og svona, þá vildum við frekar láta gott af okkur leiða, með þessu meðal annars.“
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira