Alltaf þúsund árum á eftir hinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:15 Marsibil og Elfar Logi með Gísla á milli sín og Elfar Logi með afastelpuna Sögu Nótt Friðriksdóttur á handleggnum. Mynd/Heiður Embla Elfarsdóttir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“ Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira