Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær frumvarpi Repúblikana er gekk út á að fella Obamacare, heilbrigðistryggingalög Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr gildi. Nánar tiltekið gekk frumvarpið út á að fella frumvarpið úr gildi og skipta því út fyrir annað frumvarp. Alls kusu 57 öldungadeildarþingmenn á móti frumvarpinu í gær en 43 voru með. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni með 52 þingmenn en þar sem flokkurinn stóð ekki heill að baki frumvarpinu fór sem fór, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir forsetans Donalds Trump. Forsetinn gerði heilbrigðismál að lykilmálaflokki í kosningabaráttu sinni en hann hefur margsinnis haldið því fram að Obamacare sé „að deyja“ og að „pynta þjóðina“. Repúblikanar eru raunar þríklofnir í málinu. Meginþorri flokksins kaus með frumvarpinu, ein fylking gegn því á þeim forsendum að það gengi ekki nógu langt í frjálshyggjuátt og önnur gegn því þar sem þingmönnum fannst frumvarpið ganga of langt í niðurskurði. BBC greinir frá því að óháðir greiningaraðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu að frumvarp gærdagsins myndi kosta 30 milljónir bandarískra skattgreiðenda sjúkratryggingar sínar. Athygli vakti að John McCain, þingmaður Repúblikana, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í gær en hann var nýlega greindur með heilaæxli. Klöppuðu þingmenn ákaft fyrir honum er hann gekk inn í þingsal. McCain kaus að lokum með frumvarpinu en hann var mótframbjóðandi Obama árið 2008. Búist er við því að á næstunni leggi Repúblikanar fram frumvarp þess efnis að afnema Obamacare þegar tvö ár verða liðin frá mögulegri samþykkt frumvarpsins. Yrði það gert til þess að Repúblikanar hafi tíma til að sameinast í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
John McCain með krabbamein í heila John McCain hefur verið öldungadeildarþingmaður frá árinu 1987 og bauð hann sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2008. 20. júlí 2017 06:23