Guðrún Brá finnur sig frábærlega í Alpaloftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 13:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira