Guðrún Brá finnur sig frábærlega í Alpaloftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 13:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er að leika frábærlega á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer þessa dagana fram í Lausanne í Sviss. Guðrún Brá lék á á 69 höggum á fyrsta keppnisdegi eða þremur höggum undir pari og fylgdi því síðan eftir með því að leika á 70 höggum á öðrum keppnisdegi í dag. Alpaloftið er greinilega að hafa mjög góð áhrif á Hafnfirðinginn. Guðrún Brá fékk alls sex fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en var með fimm fugla og fjóra skolla í dag. Guðrún Brá var reyndar komin níu höggum undir par eftir fyrstu níu holurnar í dag. Fimm fuglar á fyrri níu skiluðu henni upp í efsta sætið en hún fékk síðan fjóra skolla á seinni níu holunum og datt aftur niður í annað sætið. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á sjö höggum undir pari en í Ítalinn Alessandra Fanali deilir öðru sætinu með okkar konu. Báðar hafa þær spilar 36 fyrstu holurnar á fimm höggum undir pari. Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR, taka einnig þátt í mótinu. Saga er í 128. Sæti á tólf höggum yfir pari og Ragnhildur er í 140. Sæti á 22 höggum yfir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur sem taka þátt. Mótið fer fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira