Trump dregur í land með netöryggissveit með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2017 10:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið. Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið.
Donald Trump Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira