Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 18:11 Frá sýnatöku í fjörunni við Faxaskjól fyrir helgi. vísir/vilhelm Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22