Tölvunarfræðingur um Jayden K. Smith: „Þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 19:47 Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sé ekki nýr af nálinni. vísir/pjetur Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur, segir að Jayden K. Smith-hrekkurinn sem gert hefur Facebook-notendum lífið leitt undanfarið sé ekki nýr af nálinni, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fær fjöldi fólks á Facebook nú skilaboð þess að það megi alls ekki samþykkja vinabeiðni frá Jayden K. Smith. Smith þessi sé nefnilega hakkari sem geti þannig komist inn á Facebook-reikning viðkomandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Þetta byrjaði árið 2011 en þá hét viðkomandi ekki Jayden K. Smith heldur Bobby Roberts og 2012 gekk þetta aftur og þá hét maðurinn Tanner Dwyer. Þetta er bara gabb og er eins og keðjubréf, ég veit ekki hvort einhver er bara að fíflast eða hvort það er einhver að gera vísindalega tilraun hvað það er hægt að gabba stóran hluta heimsins,“ sagði Friðrik þegar hann ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ekkert á bak við þetta og að það væri enginn Jayden K. Smith að senda út vinabeiðnir. „Jafnvel þó að það væri maður með þessu nafni [...] þá gæti ekkert gerst þó að þú myndir samþykkja hann. Það er ekki þannig að það sé hægt að brjótast inn á reikninginn þinn með því að samþykkja vinabeiðni þó að hann sé hakkari. [...] Málið er það að þessi texti sem fylgir þessari aðvörun er bara kjaftæði, það er ekkert hægt að kalla þetta neinu öðru nafni. Það er enginn hakkari og það er enginn að reyna að brjótast inn á reikninginn þinn,“ sagði Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Jayden K. Smith gerir fólk á Facebook gráhært Hrekkjalómur leggur undir sig Facebook. 10. júlí 2017 12:06