Sport

Borðaði pítsur fyrir leiki á Wimbledon

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andy Murray á titil að verja á Wimbledon.
Andy Murray á titil að verja á Wimbledon. Vísir/Getty
Andy Murray, besti tennispilari heims samkvæmt heimslistanum, skrifar skemmtilega pistil á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í dag þar sem hann rifjar upp fyrsta skiptið sem hann spilaði á Wimbledon-mótinu og glæsilegan feril sinn þar.

Murray hefur tvívegis unnið Wimbledon, fyrst árið 2013 og svo aftur í fyrra, en í heildina hefur hann unnið þrjú risamót. Hann er einn sá besti í heimi í dag og trónir á toppi heimslistans en undirbúningur hans fyrir frumraunina á Wimbledon árið 2005 var ekki til útflutnings.

„Þegar ég spilaði fyrst á Wimbledon borðaði ég pítsur fyrir leiki og gisti í kjallaranum hjá hinum og þessum. Ég er komin langa leið,“ segir Murray í pistlinum en hann komst á mánudaginn í átta liða úrslit á Wimbledon í tíunda sinn á ferlinum.

„Ég vissi ekki fyrr en mér var sagt það eftir leikinn að ég væri kominn í tíunda sinn í átta liða úrslit. Þetta er mótið og aðalvöllurinn hérna er staðurinn. Þetta er sá staður þar sem ég hef spilað hvað best og stöðugleikinn sannar það,“ segir Murray.

Skotinn rifjar svo upp hvernig hann borðaði pítsur áður en hann mætti bestu tennisspilurum heims og segir frá hvernig ruðningslið Nýja-Sjálands hafði mikil áhrif á hann.

Allan pistilinn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×