Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. júlí 2017 13:00 Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19. MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00
Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30