Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 12:33 Leki varð í kælikerfi verksmiðju United Silicon í nótt og þurfti að slökkva á brennsluofni verksmiðjunnar vegna þess. Þegar það er gert verður lyktarmengun meiri. Vísir/Vilhelm Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar. United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar.
United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00