Björgunarsveitir náðu til níu skátanna en þyrlan var kölluð til vegna þess tíunda. Sá hafði orðið viðskila við hópinn og í sjálfheldu í öðrum hólma. Björgunarsveitarmenn náðu sambandi við manninn í hólmanum en treystu sé ekki út í hólmann á þeim tækjabúnaði sem þeir höfðu yfir að ráða enda áin mjög straumhörð.

Maðurinn sem var í sjálfheldu var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hinir skátarnir níu voru ferjaðir með bílum björgunarsveita á þurrt og eru á leið í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri.
Jón Hermannsson, svæðisstjórnarmaður segir að björgunaraðgerðin hafi gengið vel. Allir séu heilir á húfi en bætir við þetta verkefni hafi tekið á „bæði á taugar og líkama.“