Litlar kaldhæðnar melódíur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 09:45 Það er ágætt að leiðsegja en skemmtilegra að semja, segir tónskáldið Atli. Vísir/Pjetur „Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það sem verður spilað eftir mig í kvöld eru lag og eftirmáli úr leikriti sem verður frumsýnt hér á landi í október í haust undir heitinu Annarleikur,“ segir Atli Ingólfsson tónskáld um framlag sitt til tónleika Caput tríós í Iðnó í kvöld sem hefjast klukkan 20.30. Hann segir lögin litlar kaldhæðnar melódíur og mjög leikhúslegar. „Ég vona að fólk hafi gaman af að heyra þær, sjálfur verð ég ekki viðstaddur því ég er fyrir norðan.“ Í ljós kemur að hann er leiðsögumaður ítalsks ferðahóps og staddur við Mývatn þegar hann svarar símanum. „Ég tek tvo hringi um landið á sumri. Það er ágætt, samt er skemmtilegra að semja,“ viðurkennir hann. Segir þó tímann til tónsmíða hafa minnkað eftir að hann gerðist prófessor við Listaháskólann. Lögin tvö sem Atli nefndi í upphafi eru úr leiksýningu sem frumflutt var úti í Svíþjóð 2012. Hann kveðst hafa samið þrjú tónleikhúsverk sem sett hafi verið upp þar í landi, Annarleikur verði það fyrsta hér á Íslandi. „En ég er nýbúinn að útsetja lögin fyrir þá hljóðfæraskipan sem félagarnir eru með,“ segir hann og á þar við Daníel Þorsteinsson píanóleikara, Sigurð Halldórsson sellóleikara og Guðna Franzson klarínettuleikara sem koma fram í Iðnó í kvöld og lofa að leika áheyrilega og sumarlega efnisskrá. Þessi sama þrenning hélt tónleika í Katuaq, listamiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi, í nóvember síðastliðnum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira