Íslensk verslun í alþjóðlegu umhverfi Andrés Magnússon skrifar 13. júlí 2017 12:29 Verslun á Íslandi hefur óumdeilanlega búið við mikla erlenda samkeppni í gegn um tíðina, enda þekkt að stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru gagngert farnar til þess að kaupa ýmis konar varning. Þessa mánuðina er landinn einmitt að slá metið í ferðalögum en á fyrri hluta þessa árs innrituðu 290 þúsund Íslendingar sig í flug út í heim frá Keflavíkurflugvelli.Nýjar áskoranirBurtséð frá þessu horfist íslensk verslun nú í augu við nýjar og meiri áskoranir en áður þekkist. Annars vegar hlýtur koma tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem þegar hafa tekið ákvörðun um að halda innreið sína inn á hinn litla íslenska smásölumarkað, óhjákvæmilega breyta því starfsumhverfi sem greinin hefur búið við. Hins vegar er eðli verslunar sem slíkrar að breytast með þeim hætti að stærri og stærri hluti hennar fer fram á netinu, þar sem neytendur hafa val um að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja hvar sem er í heiminum. Þróun þessi er mjög hröð um þessar mundir og allt eins líklegt að verslun eins og við þekkjum hana í dag muni ganga í gegn um meiri breytingar á næstu fimm árum en nokkru sinni fyrr.Starfsumhverfið hefur breyst til batnaðar, en...Stór skref hafa verið stigin á undanförnum árum til að gera starfsumhverfi íslenskrar verslunar sem líkast því sem það er í samanburðarlöndunum. Þar stóð síðasta ríkisstjórn vel að verki. Þar vegur þyngst afnám almennra vörugjalda og afnám tolla á öðrum vörum en ýmsum tegundum landbúnaðarvara. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Niðurfelling tolla hefur ekki náð til þeirra landbúnaðarvara sem mestu skipta og verða íslenskir neytendur því að óbreyttu áfram að sætta sig við að kaupa þessa nauðsynjavöru á mun hærra verði en neytendur í flestum nágrannalöndum okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt sá stóri munur sem enn er á starfsumhverfi íslenskrar verslunar og verslunar í samanburðarlöndunum.Ávinningurinn skili sér til neytendaAllt bendir til þess að núverandi stjórnvöld hafi vilja til að jafna þann aðstöðumun sem íslensk verslun býr enn við að þessu leyti, neytendum til hagsbóta. Fyrri hluta næsta árs kemur til framkvæmda nýr samningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins, sem m.a. fjallar um aukinn tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara til landsins. Það skiptir öllu máli að neytendur fái notið ábatans af þeim samningi til hins ýtrasta. Rangar og villandi fullyrðingarÞví miður er það svo að ýmsir stjórnmálamenn sjá sér enn hag í því að tortryggja verslunina og sumir þeirra hafa haldið því blákalt fram að skattkerfisbreytingar síðustu ára hafi ekki skilað sér til neytenda. Slíkt er firra eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á undanförnum mánuðum og misserum. Verra er þó þegar þessir sömu stjórnmálamenn halda því fram að felldir hafi verið niður tollar af landbúnaðarvörum, án þess að innistæða sé fyrir slíkum fullyrðingum. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að ekki sé farið rangt með staðreyndir, ekki síst hjá þeim sem besta þekkinguna eiga að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Verslun á Íslandi hefur óumdeilanlega búið við mikla erlenda samkeppni í gegn um tíðina, enda þekkt að stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru gagngert farnar til þess að kaupa ýmis konar varning. Þessa mánuðina er landinn einmitt að slá metið í ferðalögum en á fyrri hluta þessa árs innrituðu 290 þúsund Íslendingar sig í flug út í heim frá Keflavíkurflugvelli.Nýjar áskoranirBurtséð frá þessu horfist íslensk verslun nú í augu við nýjar og meiri áskoranir en áður þekkist. Annars vegar hlýtur koma tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem þegar hafa tekið ákvörðun um að halda innreið sína inn á hinn litla íslenska smásölumarkað, óhjákvæmilega breyta því starfsumhverfi sem greinin hefur búið við. Hins vegar er eðli verslunar sem slíkrar að breytast með þeim hætti að stærri og stærri hluti hennar fer fram á netinu, þar sem neytendur hafa val um að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja hvar sem er í heiminum. Þróun þessi er mjög hröð um þessar mundir og allt eins líklegt að verslun eins og við þekkjum hana í dag muni ganga í gegn um meiri breytingar á næstu fimm árum en nokkru sinni fyrr.Starfsumhverfið hefur breyst til batnaðar, en...Stór skref hafa verið stigin á undanförnum árum til að gera starfsumhverfi íslenskrar verslunar sem líkast því sem það er í samanburðarlöndunum. Þar stóð síðasta ríkisstjórn vel að verki. Þar vegur þyngst afnám almennra vörugjalda og afnám tolla á öðrum vörum en ýmsum tegundum landbúnaðarvara. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Niðurfelling tolla hefur ekki náð til þeirra landbúnaðarvara sem mestu skipta og verða íslenskir neytendur því að óbreyttu áfram að sætta sig við að kaupa þessa nauðsynjavöru á mun hærra verði en neytendur í flestum nágrannalöndum okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt sá stóri munur sem enn er á starfsumhverfi íslenskrar verslunar og verslunar í samanburðarlöndunum.Ávinningurinn skili sér til neytendaAllt bendir til þess að núverandi stjórnvöld hafi vilja til að jafna þann aðstöðumun sem íslensk verslun býr enn við að þessu leyti, neytendum til hagsbóta. Fyrri hluta næsta árs kemur til framkvæmda nýr samningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins, sem m.a. fjallar um aukinn tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara til landsins. Það skiptir öllu máli að neytendur fái notið ábatans af þeim samningi til hins ýtrasta. Rangar og villandi fullyrðingarÞví miður er það svo að ýmsir stjórnmálamenn sjá sér enn hag í því að tortryggja verslunina og sumir þeirra hafa haldið því blákalt fram að skattkerfisbreytingar síðustu ára hafi ekki skilað sér til neytenda. Slíkt er firra eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á undanförnum mánuðum og misserum. Verra er þó þegar þessir sömu stjórnmálamenn halda því fram að felldir hafi verið niður tollar af landbúnaðarvörum, án þess að innistæða sé fyrir slíkum fullyrðingum. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að ekki sé farið rangt með staðreyndir, ekki síst hjá þeim sem besta þekkinguna eiga að hafa.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun