Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 22:49 Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00