Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 10:25 Páll Winkel segist ekki hafa neina þolinmæði gagnvart ofbeldi í fangelsum landsins, en til alvarlegra átaka milli tveggja fanga kom í vikunni. Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri. Fangelsismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri.
Fangelsismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira