Velta eykst í ferðaþjónustu en minnkar í sjávarútvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:53 Umsvif einkennandi greina ferðaþjónustu hafa aukist undanfarin ár sem skýra það að veltan eykst milli ára. Vísir/Eyþór Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23