Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á Evrópumeistaramóti 20-22 ára.
Arna Stefanía flaug í úrslitin en hún náði þriðja besta tímanum í undanrásunum með því að hlaupa á 57,45 sekúndum.
Arna Stefanía hljóp í fyrsta riðlinum í undanrásunum og hafnaði þar í öðru sæti. Hún var því örugg inn í undanúrslitin af því að þrjár efstu í hverjum riðli komust áfram. Svo fór að aðeins ein úr hinum þremur riðlinum tókst að hlaupa hraðar en Arna Stefanía.
Arna Stefanía keppir í undanúrslitunum á laugardaginn klukkan 13:48 á íslenskum tíma.
Arna Stefanía flaug áfram í undanúrslit

Tengdar fréttir

Sjáið Íslandsmet Ásdísar og dramatísk viðbrögð hennar | Myndband
Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra í fyrsta kasti á alþjóðlegu móti í Jonesuu í Finnlandi.

Hilmar Örn kominn í úrslit á Evrópumóti 23 ára og yngri
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr FH tryggði sér í morgun sæti í úrslitum Evrópumóts 23 ára og yngri með sannfærandi hætti.

Aníta flaug inn í úrslitin á besta tímanum
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM U-23 ára sem fer fram í Póllandi.