Ekki ráðlegt að fara í sjósund í Nauthólsvík vegna saurgerlamengunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:09 Sjósundkappar í Nauthólsvík eru beðnir um að halda sig á þurru landi í dag. Vísir/Anton Brink Há gerlatala í Nauthólsvík vekur athygli í bráðabirgðaniðurstöðum úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Niðurstöðurnar eru þó að öðru leyti í samræmi við niðurstöður undanfarinna daga. Þetta segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Allar líkur eru á að um sé að ræða einstakt tilfelli en Heilbrigðiseftirlitið getur þó ekki mælt með sjósundi í dag og biður fólk um að fylgjast með frekari niðurstöðum sem verða birtar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið fylgist nú grannt með saurgerlamengun við strandlengjuna vegna bilunar sem varð í skólpdælustöð við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur í júní síðastliðnum. Enn hefur ekki verið komið í veg fyrir bilunina. Þá segir í fréttinni að einungis sé um eitt sýni frá því í gær að ræða. Sýnataka var endurtekin í dag en niðurstöður úr henni verða birtar á morgun, 15. júlí, eða um leið og þær berast. Þessar nýjustu niðurstöður eru frábrugðnar þeim niðurstöðum sem borist hafa en náið verður fylgst með þróun á svæðinu. Niðurstöður fyrir Nauthaulsvík nú eru ekki í samræmi við aðrar niðurstöður frá sýnatökustöðum í nágrenninnu en í Nauthólsvík mældust um 1000 saurkólígerlar í 100 millílítrum. Bent er á að gerlafjöldi á sýnatökustað við enda flugbrautar er 1/100 ml. Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Há gerlatala í Nauthólsvík vekur athygli í bráðabirgðaniðurstöðum úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Niðurstöðurnar eru þó að öðru leyti í samræmi við niðurstöður undanfarinna daga. Þetta segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Allar líkur eru á að um sé að ræða einstakt tilfelli en Heilbrigðiseftirlitið getur þó ekki mælt með sjósundi í dag og biður fólk um að fylgjast með frekari niðurstöðum sem verða birtar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið fylgist nú grannt með saurgerlamengun við strandlengjuna vegna bilunar sem varð í skólpdælustöð við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur í júní síðastliðnum. Enn hefur ekki verið komið í veg fyrir bilunina. Þá segir í fréttinni að einungis sé um eitt sýni frá því í gær að ræða. Sýnataka var endurtekin í dag en niðurstöður úr henni verða birtar á morgun, 15. júlí, eða um leið og þær berast. Þessar nýjustu niðurstöður eru frábrugðnar þeim niðurstöðum sem borist hafa en náið verður fylgst með þróun á svæðinu. Niðurstöður fyrir Nauthaulsvík nú eru ekki í samræmi við aðrar niðurstöður frá sýnatökustöðum í nágrenninnu en í Nauthólsvík mældust um 1000 saurkólígerlar í 100 millílítrum. Bent er á að gerlafjöldi á sýnatökustað við enda flugbrautar er 1/100 ml.
Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Biður almenning og lækna að vera á varðbergi gagnvart einkennum af völdum saurmengunar Sóttvarnarlæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um einkenni, sem gætu komið upp, vegna sýkinga af völdum saurmengunar á ströndum Reykjavíkur. 13. júlí 2017 17:41