Ef dyrnar hjá UFC eru opnar fer ég glöð yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. MYND/MJÖLNIR.IS/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum. MMA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir heldur áfram að klífa metorðastigann í blönduðum bardagalistum. Á laugardaginn mætti Sunna Kelly D'Angelo í sínum þriðja bardaga fyrir Invicta-bardagasambandið. Og úrslitin á laugardaginn voru þau sömu og í fyrstu tveimur bardögunum. Sunna sigraði eftir dómaraákvörðun en allir þrír dómararnir dæmdu henni sigur. „Ég er rosalega ánægð. Ég gerði margt betur, en það er sumt sem ég þarf að laga. Ég þarf að vinna í því að bæta mig,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið í gær. D'Angelo er enginn aukvisi en fyrir bardagann á laugardaginn var hún ósigruð í MMA og hnefaleikum. En hún réði ekki við Sunnu sem sýndi afar góða frammistöðu og réði ferðinni í bardaganum. „Stelpan sem ég keppti á móti síðast var eiginlega harðari af sér,“ sagði Sunna og vísaði til Mallory Martin sem hún bar sigurorð af í mars. „En þessi var mjög sterk og gaf ekkert upp. Hún er með góðar hendur og góð standandi. Mér fannst ég eiga fullt erindi í hana í gólfinu en hún stóð alveg uppi í hárinu á mér standandi,“ bætti Sunna við. Eins og áður sagði var bardaginn á laugardaginn sá þriðji á atvinnumannaferli Sunnu. En var frammistaðan gegn D'Angelo sú besta af þessum þremur? „Það var margt sem ég bætti við mína frammistöðu en það er líka margt sem ég get lagað. Ég er rosalega dómhörð á sjálfa mig. Ég tel að ég sé búin að bæta mig síðan síðast en það eru enn hlutir sem mig langar til að bæta,“ sagði Sunna sem líður alltaf betur og betur í sviðsljósinu. „Þetta var svo spennandi þegar maður var að berjast fyrst á þessu stóra sviði. Ég er aðeins búin að aðlagast spennustiginu sem fylgir því að vera á þessu stóra sviði; venjast öllum áhorfendunum, myndavélunum, það eru allir að horfa á heima og allir að fylgjast með. Það er smá spenna og pressa sem fylgir því en ég hef aðlagast því mjög vel,“ sagði Sunna. „Þetta er allt á réttri leið. Ég lagði rosalega hart að mér fyrir þennan bardaga og gerði allt sem ég gat í undirbúningnum.“ Sunna stefnir hátt og markmiðið er að komast inn fyrir dyrnar hjá UFC, stærsta bardagasambandi heims. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér njóta árangursins sem hún hefur þegar náð. „Ég veit að ég hef vakið góða athygli á mér og hef sýnt að ég er á þessum velli, með bestu bardagakonum heim. Það er bara næsti bardagi en hvort það verður fyrir Invicta eða UFC veit ég ekki. Ég veit ekki betur en að hann verði fyrir Invicta en ég er opin fyrir öllu. Ég er ótrúlega ánægð með hvar ég er og er ekkert að flýta mér. Ég er þakklát fyrir að berjast fyrir Invicta. Þetta er gott bardagasamband og rosalega góður andi,“ sagði Sunna. „Mig hefur dreymt um að fara inn í Invicta síðan 2013. Ég er bara nýkomin þar inn og tók fyrsta bardagann í september á síðasta ári. Ég er bara rétt að byrja hjá Invicta en ef dyrnar eru opnar hjá UFC og þeir vilja fá mig fer ég glöð yfir,“ sagði Sunna að lokum.
MMA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira