Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. nordicphotos/AFP „Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
„Afstaða Evrópusambandsins er skýr. Nú eru 54 ár liðin og Evrópusambandið er enn að leika sér að okkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands í gær. Sagði forsetinn Evrópusambandið hafa svikið öll loforð sem það hafi gefið Tyrkjum. Allt frá loforðum um ferðaleyfi Tyrkja til loforða um aðstoð fyrir sýrlenska flóttamenn í Tyrklandi. Vísaði Erdogan til þess í ræðu sinni í gær, sem var ein fjölmargra sem hann hélt í tilefni af því að ár er nú liðið frá valdaránstilraun, að 54 ár væru liðin frá því Tyrkir sóttu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Árið 1987 sóttu Tyrkir svo formlega um aðild að Evrópusambandinu og hafa viðræður verið afar flóknar allar götur síðan. Samþykktu til að mynda þingmenn Evrópusambandsins að fresta viðræðum ótímabundið í nóvember síðastliðnum vegna mannréttindabrota Tyrklandsstjórnar. Eftir tíðar árásir Erdogan á Evrópusambandið undanfarið, einkum í ræðu gærdagsins, virðist sem ríkisstjórn hans hafi gefist upp á að fá nokkurn tímann aðild að sambandinu. „Við verðum að bjarga okkur sjálf. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði forsetinn.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPSamband Tyrkja við Evrópusambandið versnaði mjög í kjölfar fyrrnefndrar valdaránstilraunar. Vöktu miklar hreinsanir Erdogan í stjórnkerfinu athygli en um 150.000 misstu störf sín í hreinsununum. Þá voru tugir þúsunda handteknir, grunaðir um tengsl við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem yfirvöld kenna um valdaránstilraunina. Til marks um þann vilja Erdogan um að loka alfarið á möguleikann á aðild að Evrópusambandinu sagðist hann í gær muni samþykkja að taka á ný upp dauðarefsingu hiklaust ef þingið samþykkti. Slíkt myndi á afgerandi hátt binda endahnútinn á aðildarferlið. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið væri enn af heilum hug í viðræðum við Tyrki. „Nú, einu ári eftir valdaránstilraunina, er hönd Evrópusambandsins útrétt,“ segir í grein Juncker í þýska blaðinu Bild am Sonntag. „Ef Tyrkir myndu endurvekja dauðarefsingar myndi tyrkneska ríkisstjórnin endanlega skella dyrunum á Evrópusambandið,“ segir enn fremur í grein Juncker. Hvatti hann Tyrki til þess að styrkja lýðræði í ríkinu. Á laugardag, á ársafmæli valdaránstilraunarinnar, hét Erdogan því að hann myndi rífa hausana af landráðamönnunum sem hann sagði hafa staðið að valdaránstilrauninni, það er fylgismenn Gulen sem og meðlimir hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Þá sagði Erdogan að meðlimir tengslanets Gulen yrðu neyddir til þess að klæðast göllum sambærilegum þeim sem fangar í bandaríska Guantanamo-fangelsinu þurfa að gera. Var það vegna þess að maður, grunaður um að tengjast Gulen, mætti til réttarhalda í stuttermabol sem á stóð „Hetja“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira