Raflínur úr lofti í jörð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Lengd loftlína minnkar og þær verða síður sýnilegar. VÍSIR/VILHELM Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent