Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 06:42 Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Vísir/Getty Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00