Leika á hljóðfæri sem sjaldan sjást hér á landi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:45 Sólveig með hörpu og Sergio Coto Blanco með lútu. „Ég verð með tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga annað kvöld, þriðjudag, ásamt kostaríska lútuleikaranum Sergio Coto Blanco,“ segir Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og heldur áfram. „Þar munum við leika á hljóðfæri sem sjást sjaldan hér á landi, sumsé ítalska þríraða hörpu, endurreisnarlútu og teorbu sem er bassalúta. Þetta eru endurgerðir af gömlum hljóðfærum.“ Á efnisskránni verður tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokk tímanum, að sögn Sólveigar. „Við ætlum að spila upp úr enskum lútuhandritum frá 16. öld og líka verk eftir Bellerofonte, Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger, Joan Ambrosio Dalza og fleiri snillinga sem voru uppi á þeirri sömu öld.“ Sólveig kveðst hafa lært hörpuleik hér á landi hjá Marion Herrera og Sophie Schoonjans en haldið utan til frekara náms við Royal Welsh College of Music & Drama í Cardiff haustið 2009. „Ég kynntist þríraðahörpu hjá velskum hörpuleikara og það vakti áhuga minn á eldri gerðum hörpu svo ég fór í meistaranám í sögulega upplýstum flutningi á slíkar hörpur í Bremen í Þýskalandi. Þar útskrifaðist ég fyrir ári síðan og starfa nú í Bremen og nágrenni með mismunandi kammerhópum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég verð með tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga annað kvöld, þriðjudag, ásamt kostaríska lútuleikaranum Sergio Coto Blanco,“ segir Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og heldur áfram. „Þar munum við leika á hljóðfæri sem sjást sjaldan hér á landi, sumsé ítalska þríraða hörpu, endurreisnarlútu og teorbu sem er bassalúta. Þetta eru endurgerðir af gömlum hljóðfærum.“ Á efnisskránni verður tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokk tímanum, að sögn Sólveigar. „Við ætlum að spila upp úr enskum lútuhandritum frá 16. öld og líka verk eftir Bellerofonte, Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger, Joan Ambrosio Dalza og fleiri snillinga sem voru uppi á þeirri sömu öld.“ Sólveig kveðst hafa lært hörpuleik hér á landi hjá Marion Herrera og Sophie Schoonjans en haldið utan til frekara náms við Royal Welsh College of Music & Drama í Cardiff haustið 2009. „Ég kynntist þríraðahörpu hjá velskum hörpuleikara og það vakti áhuga minn á eldri gerðum hörpu svo ég fór í meistaranám í sögulega upplýstum flutningi á slíkar hörpur í Bremen í Þýskalandi. Þar útskrifaðist ég fyrir ári síðan og starfa nú í Bremen og nágrenni með mismunandi kammerhópum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira