Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti koma fram á La Mercé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 14:00 Reykjavíkurdætur koma fram á La Mercé í haust en hér eru þær á Hróarskeldu í fyrra. tom mckenzie Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona í lok september en Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár voru kynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Dags. B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Ödu Calou, borgarstjóra Barcelona í ráðhúsi Barcelona í morgun. La Mercè er skipulögð af menningarskrifstofu Barselóna og fer fram dagana 22.–25. september. Hún er stærsta hátíð borgarinnar og á uppruna sinn að rekja til ársins 1871. Íslensku listamennirnir voru valdir til þátttöku af skipuleggjendum hátíðarinnar í samráði við Útón og Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur en þeir flytjendur sem kom fram fyrir hönd Íslands eru eftirfarandi listamenn: Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show. Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands. Hátíðin er árlegur viðburður. Menning og listir verða í fyrirrúmi og fjöldi listamanna koma að dagskránni þar sem kennir ýmissa grasa. Borgin fyllist af tónlist, dans og götulist. Umgjörðin eru sögufrægir staðir í Barselóna auk þess sem hátíðin teygir anga sín út í hin ýmsu hverfi með þátttöku borgarbúa og gesta.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira