Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:01 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56