Handbolti

Íslands- og bikarmeistararnir fara til Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn fara til Ítalíu í 1. umferð EHF-bikarsins.
Valsmenn fara til Ítalíu í 1. umferð EHF-bikarsins. vísir/andri marinó
Dregið var í fyrstu umferðirnar í EHF-bikar og Áskorendabikar karla í handbolta í hádeginu.

Íslands- og bikarmeistarar Vals mætir Bozen Loacker frá Ítalíu í 1. umferð EHF-bikarsins. Sigurvegarinn mætir svo Balatonfüredi frá Ungverjalandi í næstu umferð.

Deildarmeistarar FH mætir Dukla Prag frá Tékklandi í 1. umferð í EHF-bikarnum. Vinni FH-ingar mæta þeir St. Pétursborg frá Rússlandi í næstu umferð.

Afturelding tekur einnig þátt í EHF-bikarnum og í 1. umferð mæta Mosfellingar rúmenska liðinu Dobrogea Sud Constanta.

Fyrsta umferðin í EHF-bikarnum verður leikin fyrstu tvær helgarnar í september.

ÍBV tekur þátt í Áskorendabikar Evrópu. Eyjamenn fara beint í 3. umferðina þar sem þeir mæta Gomel frá Hvíta-Rússlandi. Leikirnir fara fram í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×