Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 09:30 María spilaði á miðjunni gegn Hollandi og stóð fyrir sínu. vísir/getty María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00
Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15
María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30
María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45