Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 09:30 María spilaði á miðjunni gegn Hollandi og stóð fyrir sínu. vísir/getty María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00
Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15
María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30
María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45