Maria var með tárin í augunum fyrir fyrsta leikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 09:30 María spilaði á miðjunni gegn Hollandi og stóð fyrir sínu. vísir/getty María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
María Þórisdóttir segist hafa verið með tárin í augunum fyrir leik Noregs og Hollands á EM kvenna í fótbolta á sunnudaginn. María glímdi lengi við erfið meiðsli en sneri aftur á völlinn fyrr á þessu ári og er nú komin á stærsta sviðið. „Ég var með tárin í augunum áður en leikurinn hófst. Síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði María í samtali við Dagbladet. María var í byrjunarliði Noregs og spilaði á miðjunni en ekki í vörninni eins og vanalega. Hún átti góðan leik og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum Martin Sjögren eftir leikinn sem Noregur tapaði 1-0.Feðginin Þórir og María.vísir/ernirValdi handboltann María er sem kunngt er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María æfði lengi handbolta og litlu munaði að hún hefði endað í þeirri íþrótt. „Ég valdi reyndar handboltann og hætti í fótboltanum eftir HM U-20 ára í Japan 2012. Síðan flutti ég til Stabæk og spilaði handbolta í tvö ár áður en ég meiddist á hné. Seinna árið saknaði ég fótboltans og sneri aftur á fótboltavöllinn sumarið 2014,“ sagði María sem var í norska landsliðshópnum á HM 2015 í Kanada. En hefði hún komist í fremstu röð í handboltanum? „Það er erfitt að komast í landsliðið en ég væri sennilega í handbolta núna en ekki á EM í fótbolta ef ekki hefði verið fyrir meiðslin. Þetta er tilviljun,“ sagði María.María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska á sunnudaginn.vísir/gettyEitt skref fram og tíu aftur Hún var frá í eitt og hálft ár vegna erfiðra meiðsla sem hún varð fyrir í leik Klepp og Avaldsnes í ágúst 2015. „Ég vissi ekki hvort ég kæmi nokkurn tímann til baka. Óvissan var verst. Ég tók eitt skref fram á við og svo tíu aftur á bak. En ég kom sterkari út úr þessu, bæði andlega og líkamlega. Þetta styrkti mig,“ sagði María sem lýsti svo tilfinningunum fyrir leikinn gegn Hollandi. „Þegar ég var í göngunum hugsaði ég að þetta væri gjöf af himnum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég fékk tár í augun. Það var frábært að byrja leik á EM eftir erfiða tíma,“ sagði María sem verður væntanlega í eldlínunni þegar Noregur mætir Belgíu á morgun.Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00 Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15 María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30 María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
María íhugaði nokkrum sinnum að hætta og brenna takkaskóna María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, spilar sinn fyrsta deildarleik síðan 2015 þegar norska úrvalsdeildin fer af stað síðar í apríl. 5. apríl 2017 15:00
Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. 28. desember 2016 21:15
María í norska EM-hópnum María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 28. júní 2017 12:34
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00
María Þóris komin aftur í norska landsliðið í fótbolta Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er í nýjasta landsliðshópi norska kvennalandsliðsins í fótbolta en nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta hóp. 4. janúar 2017 18:30
María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir María Þórisdóttir lék allan leikinn en gat ekki komið í veg fyrir tap Noregs í opnunarleik EM kvenna þar sem gestgjafar Hollands unnu 1-0 sigur eftir sigurmark Shanice van de Sanden, framherja Liverpool. 16. júlí 2017 17:45