Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 14:09 Gengið hafði verið í skrokk á lambinu áður en það var drepið og voru samkvæmt krufningarskýrslu nokkur rifbein þess brotin. Vísir/Stefán Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdal. Samkvæmt krufningarskýrslu liggur fyrir að lambinu var misþyrmt illa áður en gerendurnir skáru af því hausinn, til dæmis eru rifbein lambsins brotin.Vísir fjallaði um málið þegar það kom upp 3. júlí en það snýst um erlenda ferðamenn sem aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Lögreglu var tilkynnt um málið, kom á staðinn og ferðamennirnir, sem voru átta, voru ferjaðir yfir í Fáskrúðsfjörð þar sem tekin var af þeim skýrsla. Einn mannanna gekkst við lambsdrápinu og var sektaður á staðnum. Lögregla lítur svo á að málinu sé lokið. En svo er ekki. Þeir sögðust vera Afganar búsettir í Bandaríkjunum og væru hér í fríi.Brotin rifbein og aðrir áverkar„Við eigum, hér hjá Matvælastofnun, að kæra alvarlegt brot er varðar velferð dýra lögum samkvæmt. Þetta er gróf árás. Lambið var krufið og ekki bara var það svo að hausinn hafi nánast verið skorinn af heldur eru ýmsir áverkar á lambinu aðrir. Nokkur rifbein brotin og dýralæknar hér innan húss hefur komist að því að miklir áverkar voru á lambinu aðrir. Krufningaskýrslan sýnir það. Töluverðir áverkar á því,“ segir Esther Hermannsdóttir lögmaður hjá MAST. Samkvæmt krufningarskýrslunni er ljóst að fleiri en einn kom að málum við misþyrmingu á lambinu. Þá liggur fyrir að hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengið í skrokk á því. Kæra MAST byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.Allur gangur á því hvernig kærum á hendur útlendingum er fylgt eftirKæran frá Matvælastofnun var lögð fram nú í byrjun viku. Þó búið sé að ganga frá sektargerð segir Esther að Matvælastofnun beri formlega séð að ganga frá kærunni. Það sé svo lögreglu að ákveða framhald málsins.Sektargerðin snýr að eignarspjöllum, skaða sem ferðamennirnir ollu en hún snýr ekki að broti á dýraverndunarlögum eða lögum um velferð dýra. Samkvæmt heimildum Vísis er allur gangur á því hvernig kærum er fylgt eftir út fyrir landsteina enda getur reynst afar erfitt að fylgja slíku eftir. Til að mynda er meirihluta umferðasekta ekki fylgt eftir enda leiðir það sjaldnast til neins. Fastlega má gera ráð fyrir því að viðkomandi ferðamenn hafi yfirgefið landið. Samkvæmt fyrstu tilkynningu lögreglu telst málið upplýst: "Ferðamennirnir gáfu þær skýringar á framferði sínu að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess. Málið telst upplýst og hefur ferðafólkið greitt fyrir tjónið sem það olli auk sekta í ríkissjóð.“Málið afgreitt með samþykki ríkissaksóknaraLögreglustjóri á Austurlandi er Inger L. Jónsdóttir. Hún segir að kæran frá Mast hafi ekki enn borist embættinu. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu. Málið er litið mjög alvarlegum augum,“ segir Inger í samtali við Vísi. Eins og fram kom á sínum tíma náði lögreglan ekki sambandi við Mast, þá er málið kom upp og fékk lögregluembættið á Austurlandi samþykki ríkissaksóknara til að ljúka málinu með sektargerð. Ekki er vitað hvar mennirnir eru niðurkomnir en við yfirheyrslur gáfu þeir fúslega upp heimilisföng. Hvort við það verður stuðst í framhaldinu liggur ekki fyrir.Ríkissaksóknara ekki ríkislögreglustjóra Uppfært 10:00 20.07.2017 Í fyrri útgáfu fréttarinnar segir að lögreglan á Austurlandi hafi afgreitt málið að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra en þar skolaðist til hjá blaðamanni; hér er að sjálfsögðu um að ræða ríkissaksóknara. Er beðist velvirðingar á mistökunum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent