Nítján ára bjargaði sjö úr eldsvoða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 19:54 Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. vísir/Heiða Halldórsdóttir Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36
Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20