Þá mun Gunnar berjast við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio sem er í fjórtánda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í áttunda sæti. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins.
Gunnar hefur æft af miklum krafti upp í Mjölni undanfarnar vikur og klárt að hann mun mæta í sínu allra besta formi í bardagann.
Þessar skemmtilegu myndir af Gunnari í svarthvítu tók Sóllilja Baltasarsdóttir.







