Mesta þétting byggðar í gamla Vesturbænum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 18:33 Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir. Húsnæðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir.
Húsnæðismál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent