Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:55 Lambið sem ferðamennrnir aflífuðu var um 10 til 12 kíló að sögn bónda sem kom á vettvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Pjetur Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira