Telur hækkun fasteignagjalda óeðlilega Sæunn Gísladóttir skrifar 4. júlí 2017 06:00 Að öllu óbreyttu mun fasteignagjald í Reykjavík hækka ríflega um áramótin. vísir/anton brink Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“ Húsnæðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“
Húsnæðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira