Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. júlí 2017 22:50 Lögmaður íslenska ríkisins segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ekki ábyrga fyrir skipun dómara við Landsrétt. Vísir/Ernir Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra, sem ekki hafi tekið neina ákvörðun í málinu heldur aðeins gert tillögur til Alþingis og að skipunarvald liggi hjá forseta Íslands. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins í máli sem Ástráður Haraldsson, einn umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt, höfðaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Ásamt Ástráði höfðaði Jóhannes Rúnar Jóhannsson einnig mál gegn ríkinu. Þeir voru tveir af þeim fjórum umsækjendum um stöðu dómara við Landsrétt sem dómnefnd mat á meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir dómarar eftir tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður Haraldsson. Lögmaður ríkisins hafnar því að Sigríður hafi gert nokkuð á hlut Ástráðs. Hún hafi talið mat dómnefndar gallað, þar sem ekki hafi verið litið nægilega til dómarareynslu annarra umsækjenda. Hún hafi styrkst í þeirri trú við lestur andmælabréfa frá tveimur þeirra sem dómnefnd mat ekki meðal þeirra fimmtán hæfustu, en voru á endanum skipaðir í embætti. Í greinargerð lögmannsins segir einnig að hún hafi ekki brotið gegn hagsmunum Ástráðs, enda sé hann ekki hæfari en þeir fjórir sem voru færðir inn á listann og hafi ekki fært nein rök fyrir því að hann sé það. Þá segir að krafa hans um viðurkenningu á skaðabótaskyldu sé vanreifuð. Ríkið hafnar einnig kröfu Ástráðs um miskabætur. Aðalmeðferð í málum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars fer fram þann 11. ágúst.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00 Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson í málum gegn íslenska ríkinu. 15. júní 2017 07:00
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57