Smitast af andagift Gunnars og flýg með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 09:15 Jónas Tómasson mætti á eina æfingu hjá Gunnari og Helgu Bryndísi og ætlar líka að koma á tónleikana. Mynd/Sigríður Ragnarsdóttir Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira