Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur talað fyrir aukinni gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina. „Við höfum ekki skoðað gjaldtökuna sérstaklega við Kerið. En við höfum lagt áherslu á að ef menn ætla að stofna til gjaldtöku þá sé það fyrir virðisaukandi þjónustu, að þar sé aðstaða sem sé verið að rukka fyrir ekki bara að horfa á náttúruna,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamenn sem Fréttablaðið ræddi við voru almennt sáttir við gjaldtökuna og voru sérstaklega ánægðir með uppbygginguna á svæðinu. Flestum þótti Ísland dýr áfangastaður, sérstaklega að fara út að borða, en höfðu flestir verið varaðir við kostnaðinum sem fylgdi ferð hingað.
