Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað Sæunn Gísladóttir skrifar 5. júlí 2017 06:00 Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað vísir/pjetur Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira