Útlit fyrir enn eitt metið í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 19:00 Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Útlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði þegar um eða yfir milljón farþegar fara um flugstöðina. Ný sjálfvirk vegabréfaeftirlitshlið hafa flýtt mjög fyrir farþegum sem fara inn og út af Schengensvæðinu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er með fjölmennustu ef ekki fjölmennasti vinnustaður landsins með um sjö þúsund starfsmenn. Gríðarlegur vöxtur á fjölda farþega undanfarin áratug hafa kallað á framkvæmdir upp á hátt í fimmtíu milljarða á síðustu fjórum árum. Hér erum við í nýjasta hluta flugstöðvar leifs Eiríkssonar en hún hefur stækkað mikið á þeim þrjátíu árum frá því fyrsti hluti hennar var byggður. En hann var rúmlega tuttugu þúsund fermetrar en í dag er flugstöðin sjötíu og þrjúþúsund fermetrar. Farþegum sem fóru um flugstöðina á síðasta ári fjölgaði um 40 prósent frá árinu á undan og voru 6,8 milljónir og í ár er spáð að fjölgunin verði 28 prósent og farþegarnir 8,7 milljónir. Stór hluti farþega, um 35 prósent, eru tengifarþegar sem yfirgefa aldrei flugstöðina á milli flugvéla á leið sinni milli Norður Ameríku og Evrópu.Mikið byggt og aðstaða farþega stórbætt Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar segir að síðast liðinn vetur hafi byggingu á nýjum hluta flugstöðvarinnar lokið með sex nýjum hliðum fyrir rútur sem flytji farþega til og frá flugvélum og aðstaða farþega verið bætt. „Til dæmis hér á neðri hæðinni í suðurbyggingunni ættum við í október að vera búin að bæta við þúsund nýjum sætum fyrir skiptifarþega og auðvitað ferðamenn sem eru að fara út af Schengen svæðinu. Sem er mikil búbót því það hefur verið heldur þröngt á þingi hérna síðustu tvö árin á utan-Schengen svæðinu. Svo er líka verið að bæta verulega veitingaúrvalið á svæðinu,“ segir Guðmundur Daði.Hvað eru að fara margir um flugstöðina þegar mest er að gera á einum degi? „Stærsti dagurinn í fyrra var 34 þúsund farþegar. Við erum að gera okkur vonir um að það verði í kringum þrjátíu og fimm, sex og jafnvel sjö hér í ár.“Vaxtatölurnar á Keflavíkurflugvelli á síðustu tæpu tíu árum hafa hafa verið tveggja stafa. Eruð þið að sjá fram á met í þessum mánuði kannski? „Við vonumst til að þetta verði fyrsti mánuðurinn þar sem fara meira en milljón farþegar um flugvöllinn. Það er mikil áskorun en líka mjög skemmtilegt að vera búin að ná þeim áfanga,“ segir Guðmundur Daði. Á næstu mánuðum mun breikkun á rauða landganginum milli norður og suðurbyggingar flugstöðvarinnar ljúka sem fer þá úr 7,5 metrum í rúmlega 31 metra. En það er ekki nóg með að byggð hafi verið ný hlið því einnig hefur verið byggt við enda landgangsins sunnan megin. Í heimsókn okkar á Keflavíkurflugvöll í morgun kynntum við okkur nýjung í vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu. „Já hér í nýbyggingunni sem við vorum að taka í notkun í síðasta mánuði. Beint fyrir aftan okkur eru sjálvirku landamærahliðin. Þau eru fyrir farþega með vegabréf innan Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Sviss sem eru hér að fara út af Schengen svæðinu. Þetta hafi flýtt mjög vegabréfaeftirliti inn og út af Schengen svæðinu.Það er kostur fyrir okkur sem búa innan Evrópska efnahagssvæðisins, við getum farið hraðar í gegn? „Já nákvæmlega. Þetta er bylting á flugvellinum og mun vonandi reynast okkur gríðarlega vel bæði í ár og á næstu árum,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent