Trump og Pútín mætast í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 07:34 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu eiga sinn fyrsta fund í Hamborg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og rússneski starfsbróðir hans, Vladimir Pútín, munu hittast í fyrsta sinn í dag á fundi G-20 ríkjanna sem fer nú fram í Hamborg í Þýskalandi. Trump og Pútín hafa báðir sagst vilja bæta samband þjóðanna, sem hefur verið nokkuð stirt vegna ástandsins í Sýrlandi og Úkraínu, auk meintra afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá er búist við því að loftslagsbreytingar og alþjóðaviðskipti verði aðalumræðuefni ráðstefnunnar. Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. Ekki er vitað hvað þeir ætla að ræða sín á milli er þeir hittast en leiðtogarnir tveir hafa látið í ljós ólík sjónarmið í ýmsum málaflokkum undanfarnar vikur. Í gær kallaði Trump eftir því að Rússland hætti að stuðla að óstöðugleika í Úkraínu og fleiri löndum og „taki þátt í samfélagi ábyrgra þjóða.“ Ummælin voru hluti af ræðu sem Trump flutti í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Þá hefur Pútín óskað eftir því að viðskiptaþvingunum, sem Bandaríkjamenn hafa beitt Rússa síðan árið 2014, verði aflétt. Hann hefur einnig verið hávær í stuðningi sínum við Parísarsamkomulagið en Donald Trump er, eins og frægt er, andstæðingur samkomulagsins og hætti aðild Bandaríkjanna að því fyrr á árinu. Fundi G-20 ríkjanna hefur verið mætt af mikilli hörku í Hamborg en óeirðir brutust út í mótmælagöngu í Hamborg í gær vegna hans. 76 lögregluþjónar særðust í mótmælunum en þeir höfðu beitt vatnsþrýstibyssum og táragasi á mótmælendurna, sem köstuðu flöskum, steinum og blysum á móti.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
G-20: Tugir lögreglumanna sárir eftir mótmælin í Hamborg Lögreglan í Hamborg segir að tæplega 75 lögreglumenn séu sárir eftir átök við mótmælendur í aðdraganda leiðtogafundar G-20-ríkjanna í borginni. 6. júlí 2017 23:37
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59
G20-fundurinn: Óeirðir í Hamborg Óeirðir brutust út í mótmælagöngu gegn G20-fundinum í Hamborg í dag. Að minnsta kosti einn er sagður alvarlega slasaður eftir átök mótmælenda og lögreglumanna. 6. júlí 2017 19:40