Þórdís Erla Zoëga setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni.Vísir/anton brink
„Þetta er mjög dæmigerður partílisti fyrir sjálfa mig þegar ég er að koma mér í fíling á föstudegi,“ segir myndlistakonan Þórdís Erla Zoëga sem er að opna sýninguna JAFNVÆGI // ADJUSTMENT í viðburðasal Minör í dag.
Þórdís segir alla velkomna á opnunina sem hefst klukkan 17:00. Sýningin stendur í Minör frá 7.-9. júlí en verður svo færð yfir á veitingastaðinn Coocoo's Nest þar sem hægt verður að verður að virða verkin fyrir sér yfir góðri máltíð.