Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:14 Ferðamaður á ferð við Kerið. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira