„Við erum gömul en ekki dauð“ Ellert B Schram skrifar 30. júní 2017 14:49 Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarðanir kjararáðs um hækkanir launa hjá alþingismönnum, ráðherrum, hæstaréttardómurum og öðrum vel launuðum starfsmönnum hins opinbera. Skýringarnar á þessum launahækkunum er rökstuddar á þeim forsendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatapið. Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neyddust stjórnvöld að draga úr greiðslum til eldri borgara, þegar hrunið skall á. En eldri borgarar og þeirra kjör heyra ekki undir kjararáð og tilraunir til að hækka grunnlífeyri og kjarabætur hafa hvorki fengið undirtektir né stuðning. Grunnlífeyrir meira segja felldur niður hjá fjölmörgum. Kjör eldri borgara, sem búa við tryggingarbæturnar einar, hafa versnað ef eitthvað er og enn eru hámarksgreiðslur tvö hundruð áttatíu þúsund krónur á mánuði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóðfélagsþegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjararáð, fá hundruðir þúsund króna hækkanir á mánuði sem eru auk þess afturvirk um marga mánuði. Afgangurinn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjármálaáætlanir og lok, lok og læs.Einhversstaðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð. Elsta kynslóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opinbera. Eldri borgarar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver annar, að njóta þess tryggingarkerfis, sem sett var á laggirnar í þeim tilgangi að hjálpa fólki sem aldurs vegna, dettur út af launalistum og situr margt hvert í fátæktargildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mannana verk, það er sýnishorn þeirra gilda sem stjórnmálin, alþingi og ríkisstjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því miður. Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarðanir kjararáðs og stjórnvalda eru til skammar í samfélagi, sem kennir sig við jafnræði, frelsi og samkennd. Hinum velefnuðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama heygarðshornið. Mismunurinn, bilið milli ríkra og fátækra lengist og er æpandi staðfesta þeirra sem fara með völdin og vanvirða þá kynslóð sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins, alla sína ævi. Það er sorgleg stjórnsýsla og ekki bjóðandi. Eldri borgarar njóta ekki verkfallsréttinda. Eldri borgarar eru ekki betlarar, eldri borgarar eru máttarstólpar, feður og mæður, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virðingu og framförum. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eigum ekki að vera hornrekur, við erum ekki að gera annað en að miðla til samfélagsins, reynslu okkar og framlagi. Við erum orðin gömul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar