Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 HB Grandi ætlar að hætta með botnfiskvinnslu á Akranesi. vísir/anton brink Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32