Óskar Hrafn: Willum talar eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 12:00 KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
KR slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar liðið náði í stig á móti Breiðabliki en liðið skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu, 1-1, í uppbótartíma. KR-ingar eru níunda sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig eftir átta leiki en hefðu þeir tapað leiknum í gærkvöldi hefðu þeir verið í fallsæti. Eftir leikinn var Willum Þór spurður út í stöðu sína hjá KR-liðinu í ljósi stöðu liðsins í deildinni og þá svaraði hann í svipuðum dúr og hann gerði eftir tapið á móti ÍBV í síðustu umferð. „Ef það er einhver annar sem hjálpar því betur heldur en ég þá myndi ég víkja glaður. Ég er hérna svo lengi sem ég er beðinn um að hjálpa og strákarnir þyggja mína hjálp. Ég er bara hér á hjartanu og til að uppfylla skyldur þjálfara. Þetta er ekki heilagt í mínum huga að því marki að þetta snýst um liðið okkar,“ sagði Willum.Pálmi Rafn Pálmason með tilþrif í leiknum í gær.vísir/anton brinkSkilur ekki tilganginn Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, skilur ekki hvers vegna Willum talar svona í ljósi þess að hann fékk tveggja ára samning síðasta haust eftir að bjarga KR úr ruglinu og rífa það upp í Evrópusæti. „Ég veit ekki hvað maðurinn er að fara með þessu. Willum Þór Þórsson er þjálfari KR-liðsins. Willum Þór náði stórkostlegum árangri þegar liðið var í ömurlegri stöðu í fyrra og vann sér það inn að fá nýjan samning og stýra liðinu næstu tvö árin,“ sagði Óskar Hrafn í þætti gærkvöldsins. „Mér finnst hann samt tala eins og hann sé á rúllandi samningi á milli leikja; einn leikur í einu. Ég skil ekki af hverju hann er að tala svona. Hann er þjálfari KR. Ég skil ekki tilganginn og ég skil ekki hvað hann er að fara. Ég hlusta ekki á þetta.“ Hjörvar Hafliðason kom Willum til varnar og sagði ekki einn einasta KR-ing sem hann þekkir óska þess að Willum verði látinn fara. „Ég tala reglulega við KR-inga og pirringur þeirra beinist ekki að Willum. Ég þekki engan KR-ing sem vill fá Willum í burtu. Þeir vilja fá fullt af þessum leikmönnum í burtu en þeir vilja halda Willum. Willum heldur áfram þarna, það er engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45 Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Óskar kom í veg fyrir að KR færi í fallsæti Óskar Örn Hauksson bjargaði stigi fyrir KR gegn Breiðabliki með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 19. júní 2017 22:45
Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Davíð Snorri Jónasson tók æðiskast á fjórða dómarann í Ólafsvík en komst upp með það og fékk hrós í Pepsi-mörkunum. 20. júní 2017 09:45