Þjóðhátíðarlagið er ein rótgrónasta hefð hátíðarinnar en þess er yfirleitt beðið með mikilli eftirvæntingu. Ragga samdi lagið sérstaklega fyrir Þjóðhátíð 2017 en hún segist mjög ánægð með útkomuna.
Þjóðhátíðarlag Röggu heitir Sjáumst þar. Það er þrungið hugljúfum blæ en Ragga segir lagið í raun óð til eyjunnar, hvort sem þar sé átt við Vestmannaeyjar eða Ísland, og rómantíkurinnar sem fylgir kvöldskemmtunum á borð við Þjóðhátíð.
En hvað hefur Ragga komið oft á Þjóðhátíð?
„Ég veit það ekki, ætli þær séu ekki orðnar svona tólf,“ sagði Ragga kímin en ljóst er að höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár er þaulreyndur í flestu sem kemur að hátíðinni.
Þjóðhátíðarlagið 2017, Sjáumst þar, má heyra í spilaranum hér að neðan. Lagið sjálft byrjar á mínútu 6:36.