Brúðkaupsljósmyndarar komnir í hár saman vegna Hjörleifshöfða Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2017 06:00 Katla Track hefur Hjörleifshöfða á leigu og er í samstarfi við bandarískan brúðkaupsljósmyndara. Þau vilja hafa vinsælan helli á svæðinu fyrir sig. Bragi Þór Jósefsson Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira