Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna Benedikt bóas skrifar 21. júní 2017 07:00 Forstöðumaður Ferðamálastofu segir krónuna vera vandamálið í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira