Daniel Day-Lewis segir skilið við leiklistina Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 22:31 Daniel Day-Lewis á Óskarsverðlaununum sem haldin voru í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikarinn Daniel Day Lewis hefur leikið sitt síðasta hlutverk. Í tilkynningu frá talskonu leikarans í dag segir að hann hafi sagt skilið við leiklistina fyrir fullt og allt. Variety greinir frá. „Daniel Day-Lewis mun ekki lengur starfa sem leikari. Hann er ótrúlega þakklátur öllu samstarfsfólki sínu og áhorfendum í gegnum hin mörgu ár. Ákvörðun þessi er einkamál og hvorki hann né talsmenn hans munu tjá sig frekar,“ segir í yfirlýsingu frá talskonu leikarans Leslee Dart. Hinn sextugi Day-Lewis er einn farsælasti leikari síðari ára en ferill hans spannar fjóra áratugi. Hann er eini karlleikari sögunnar sem unnið hefur þrenn Óskarsverðlaun fyrir leik í aðahlutverki en hann hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Lincoln árið 2013, There Will Be Blood árið 2007 og My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990. Þá var hann einnig tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndirnar Gangs of New York og In the Name of the Father. Leikarinn vinsæli er einnig þekktur fyrir að notast við svokallað „method acting,“ sérstaka leiklistaraðferð þar sem leikarar tileinka sér persónuleika hlutverka sinna, jafnvel þegar slökkt hefur verið á myndavélunum. Day-Lewis hefur jafnframt löngum verið eftirsóttur í Hollywood, mekku kvikmyndageirans, en þrátt fyrir það var hann ætíð mjög vandlátur á hlutverk. Síðasta kvikmynd leikarans, Phantom Thread, kemur út síðar á þessu ári.Hér að neðan má sjá Daniel Day-Lewis vinna fyrstu Óskarsverðlaun sín fyrir leik í aðalhlutverki. Þau hlaut hann fyrir kvikmyndina My Left Foot: The Story of Christy Brown árið 1990.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira